Almar Alfreðsson

Þorskastríð / Cod wars

Þorskastríð Íslendinga og Breta blossuðu upp við stækkun fiskveiðilögsögu Íslands. Bretar sendu herskip til verndar togurum sínum á Íslandsmiðum, en íslensku varðskipin beittu leynivopni sínu, togvíraklippunum, sem skáru á botnvörpuvíra bresku togarana. Náðu átökin hámarki síðla kvölds þann 6. maí 1976, þegar varðskipin Týr, Óðinn og Baldur lentu í sannkallaðri sjóorrustu á Atlantshafi, sem endaði með að hin fámenna vopnlausa þjóð náði að sigra breska stórveldið. Þannig höfðu þorskastríðin áhrif á sjálfsmynd Íslendinga og þjóðerniskennd.

Innblástur verksins á rætur sínar að rekja til fallegra blárra minningardiska sem amma átti og var afar stolt af.

Þorskastríð eru þrjár túss- og segultöflur sem allar lýsa þeim atburðum sem áttu sér stað á Atlantshafi þann 6.maí 1976. Í þeim má finna varðskip, skipherra, togvíraklippurnar og freigátuna sem varðskipið glímdi við.

 

Þorskastríð eru unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

/

When the Icelandic territorial waters were expanded the Icelandic and the British started a feud which erupted in the so-called Cod Wars. The British sent their battleships to protect their trawlers fishing on the Icelandic territorial waters, but the Icelandic cruisers had a secret weapon, net cutters, which cut the trawling lines of the British trawlers. The battle reached its peak on the evening of May 6th 1976, when the cruisers Týr, Óðinn and Baldur fought the British in the Atlantic Ocean. The battle concluded with the small weaponless nation defeating the British empire. That is how the Cod Wars affected the Icelandic people’s self-image and nationalism.

The inspiration of the project comes from beautiful blue memorial plates my grandmother had and was very fond of.

The Cod Wars are three magnetic whiteboards that describe the battles in the Atlantic Ocean on May 6th 1976. Cruisers, commodores, net cutters and the frigate that the cruiser fought can all be found in the boards’ outlines.

 

The Cod Wars were developed in cooperation with the National Museum of Iceland.

 

Pólýhúðað laser skorið stál, 2009.

/

Powder coated laser cut steel, 2009.