Almar Alfreðsson

Lestrarhestar / Reading horses

Þegar ég var lítill strákur á Akureyri dvaldi ég oft hjá afa og ömmu en þar var mikið af alls konar dóti sem kom frá vinnustofunni hans afa, til dæmis afsagaðir viðarbútar og þess háttar. Í þessu dóti mátti oft finna afar skrítin form sem ég gat alltaf fundið einhvern leik í kringum. Þar sem ég vinn í Góða hirðinum hef ég haft tækifæri til að fylgjast með því hvað selst og hvað ekki og hef lengi verið með þá hugmynd í kollinum að nýta þær bækur sem ekki seljast á einhvern frumlegan hátt. Lestrarhestar eru lítil geometrísk form sem búin eru til úr bókum sem enginn vildi.

 

Lestrarhestar er lítið verkefni unnið fyrir tímaritið Í boði náttúrunnar (VOR, 2012). Unnið í samstarfi við Góða Hirðirinn/Sorpu.

/

When I was a boy I often stayed with my grandparents where there were many things from my grandfather’s workshop: sawn-off wood blocks and that kind of things. In these things strange forms could often be found, forms I could play around with. I work at a local thrift shop, Góði hirðirinn, where I have had the chance to watch what can actually be sold and what not. I had the idea for some time to work with the used books that cannot be sold in some innovative way. The Reading horses are small geometric forms made out of books no one wanted.

 

Reading horses is a small project produced for the magazine Í boði náttúrunnar (spring, 2012) in collaboration with Góði hirðirinn/Sorpa.

 

 

Gamlar notaðar bækur, veggfóðurslím, 2012.

/

Used books, wallpaper adhesive, 2012.