Almar Alfreðsson

Karakter / Character

Innblástur / Inspiration

Frá því ég var lítill strákur á Akureyri hef ég haft mjög frjótt ímyndunarafl, ég var stanslaust að búa til furðulegustu hluti og sögur í kringum þá. Efniviðurinn var allt frá kóktöppum til umbúða utan af stórum raftækjum. Innblástur sæki ég í barnæsku mína og tel hana mjög mikilvægan þátt í öllum mínum verkum. Börn sjá heiminn í allt öðru ljósi en þau fullorðnu, ekkert er ómögulegt og hægt er að finna skemmtilegan leik í öllu.

/

Ever since I was a kid I have had a very productive imagination. I was constantly creating the strangest things and making up stories around them. The materials ranged from soda corks to large electronics packaging. My inspiration comes from my childhood and I consider it an important factor in all my work. Children see the world in a different light than grownups, nothing is impossible and every little thing can turn into a game.

 

Umhverfi / Workspace

Ég þarf að hafa allt í röð og reglu í kringum mig og þess vegna finnst mér best að vinna við skrifborðið mitt þar sem litríkum pennum, mismunandi gerðum af pappír og lögulegum reglustikum er komið skipulega fyrir. Það mætti segja að vinnuaðstaðan mín líkist helst skurðstofu þar sem ég vil ekki þurfa að eyða dýrmætum tíma í að finna réttu tækin þegar gefa á hugmyndum líf.

/

I need to have everything organized around me which is why I work best at my desk, where colorful pens, various kinds of paper and rulers are placed in an orderly fashion. One might say that my workspace looks more like an operating room since I prefer not to waste precious time on finding the right tools when giving life to ideas.

 

Hugflæði / Mind flow

Eftir hvert verkefni kem ég öllu sem því tengist skipulega fyrir í möppu og set í geymslu. Vinnuaðstaðan mín er því alveg autt blað þegar ég byrja á nýju verkefni. Mér finnst best að byrja á því að skoða útgangspunkt verkefnisins mjög vel og velta fyrir mér hvað hægt væri að gera. Það líða oft margir dagar áður en fyrsta strikið er sett á blað. Ég hef verkefnið bak við eyrað alla tíma sólarhringsins og er stanslaust að velta því fyrir mér. Þar af leiðandi fæ ég oft bestu hugmyndirnar við mjög skrítnar aðstæður. Góð rannsóknarvinna finnst mér þurfa að vera til staðar svo hluturinn geti sagt sögu og með því orðið einstakur þrátt fyrir fjöldaframleiðslu.
Þegar ég er komin með nokkrar hugmyndir er tími til að setja þær niður á blað. Mér finnst mjög gott að nota transparent pappír og vinna hlutina í lögum. Draga í gegn, breyta línu, stækka eða minnka. Það fer mikill tími í að fullkomna smáatriðin því þau eru að mínu mati það sem gefur hlutum karakter og líf. Ég er með fullkomnunaráráttu og hætti ekki að móta verkefni fyrr en á allra síðustu stundu. Hvort sem það er gott eða vont er það mín vinnuaðferð. Maður getur alveg farið út fyrir endamörk alheimsins með hugmyndir en það er líka gott að koma aftur heim reynslunni ríkari.

/

I gather everything from a finished project in a folder and put in storage. My workspace is therefore a blank paper when I start a new project. I find it best to look at the starting point of the project closely and think about what possibilities are there. Often many days pass before I put something down on paper. I always keep the project in the back of my head which is why the best ideas often come around in strange situations. Good research is the key to an object that has a certain story to tell and therefore has potential to become unique despite of mass production.
When I have gathered several ideas it is time to put them down on a piece of paper. I find it very good to use transparent paper and work in layers. Trace, change a line, enlarge or shrink. In my opinion details are what give good objects character and life and therefore I spend a lot of time perfecting them. I am a perfectionist and keep forming my projects until at the very last moment. Whether it is good or bad it is my work method. It is possible to reach the end of the world with ideas but it is good to come back home again, more experienced.

 

Markmið / Objectives

Það eru svo margar sögur og hlutir sem hafa gleymst í þessu fjöldaframleiðslufylleríi nútímamannsins. Það er því nauðsynlegt að minna á að það þýðir ekkert að æða áfram út í myrkrið án þess að huga að því hvað liggur að baki og hvert stefnir.

/

The modern man has gone overboard in terms of mass production and so many stories and objects have been forgotten in the process. Therefore it is necessary to remind that wandering off into the dark is clueless without motive and direction.