Almar Alfreðsson

Hugföng / Mindtools

Hugföng eru geometrísk form sem gerð eru til að örva ímyndunarafl barna á skemmtilegan hátt. Útlit þeirra er byggt á mismunandi samsetningum þrí- og fimmhyrninga sem fylgja reglum um gullinsnið. Hugmyndin er fólgin í því að leggja saman nokkur form, þá opnast möguleikar á tugi mismunandi útkomna þar sem ímyndunaraflið ræður ferðinni. Inni í hverju formi eru seglar sem gera þessar samsetningar mögulegar á einfaldan en jafnframt spennandi hátt. Hugföng koma í þremur mismunandi útgáfum og inniheldur hver þeirra sjö ólík form. Innblástur verksins kemur úr æsku hönnuðar sem einkenndist meðal annars af miklum áhuga á Star Wars og ofurhetjum.

/

Mindtools are geometrical toys made to stimulate the imagination of children in a fun way. Their appearance is based on different combinations of triangles and pentagons which follow the golden ratio. The idea is to put together a few forms. Then it is possible to arrange them in scores of different combinations which are only limited by the imagination. In each form there are magnets which makes it to possible to combine them in simple and exciting ways. Mindtools are available in three different versions and each contains seven different forms. The work is inspired by the designer’s childhood fascination with Star Wars and superheroes.

 

 

Krossviður, harðplast (HPL), seglar, 2011.

/

Plywood, High-pressure laminate (HPL), magnets, 2011.